Steinunn Hólm Guðbjartsdóttir og Páll Eiríksson, sem mynda slitastjórn Glitnis, sameinuðu krafta sína í janúar síðastliðnum á lögmannstofunni Borgarlögmenn-Holm & Partners. Við sama tækifæri var stofnað nýtt sameignarfélag utan um reksturinn, Borgarlögmenn sf.

Borgarlögmenn ehf. var upphaflega stofnað árið 2006 af Ásdísi Rafnar. Steinunn kom inn í eigendahóp þeirrar stofu með 25% hlut á árinu 2009. Nafni Borgarlögmanna ehf. var breytt í Fasteignin Suðurlandsbraut 6 ehf. 21. janúar 2011. Sama dag var Borgarlögmenn sf. stofnað. Páll Eiríksson starfaði hjá gamla Glitni fyrir bankahrun. Hann var upphaflega skipaður í skilanefnd Glitnis í lok október 2008 og síðar í slitastjórn bankans þegar hún varð til. Páll er bróðursonur Árna Tómassonar, formanns skilanefndar Glitnis.