Slitastjórn Glitnis telur sjömenninganna sem hún stefndi nýverið til greiðslu rúmlega 280 milljarða króna eiga falið fé og eignir. Þau verðmæti séu þó geymd á þannig stöðum að erfitt sé að nálgast þau nema með því að höfða mál gegn hinum stefndu, sem kölluð eru klíka Jóns Ásgeirs Jóhannessonar í stefnunni, í Bandaríkjunum og Bretlandi. Því sé réttlætanlegt að stefna þeim til að reyna að auka endurheimtur kröfuhafa bankans.

Svigrúm til að elta eignir jókst eftir 11. september

Stefnurnar eru lagðar fram í þessum löndum vegna þess að þá eru eigur hinna stefndu hvergi í vari í heiminum, vinni slitastjórn Glitnis málið á hendur þeim. Svigrúm til að elta falda peninga í þessum tveimur löndum var aukið gríðarlega í kjölfar hryðjuverkaárásanna 11. september 2001 þegar stjórnvöld þeirra vildu koma í veg fyrir að hryðjuverkasamtök yrðu fjármögnuð með földu fé. Heimildir Viðskiptablaðsins herma að það sé höfuðástæða þess að fjármálarannsóknarfyrirtækið Kroll, sem vann rannsóknarvinnuna fyrir stefnuna, mælti með því að þessi leið yrði farin.

_____________________________

Ítarlega er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum og þeir sem ekki hafa lykilorð geta sótt um það hér .