Skaðabótamál slitastjórnar Glitnis á hendur Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, Pálma Haraldssyni og Lárusi Welding auk þriggja lykilstarfsmanna bankans var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Bankinn krefst sex milljarða króna frá sexmenningunum vegna svonefnds Aurum-máls. Þetta kemur fram á vef Morgunblaðsins.

Málsatvik eru þau að Glitnir keypti hlutabréf í enska félaginu Aurum Holding Ltd. af félaginu Fons, sem var í eigu Pálma Haraldssonar, fyrir sex milljarða króna. Aurum hafi hins vegar verið metið á 1,5 milljarða króna í bókhaldi Fons og voru hlutabréfin talin verðlaus um mitt ár 2009 þegar Fons var tekið til gjaldþrotaskipta.