Slitastjórn Glitnis hefur farið fram á við kröfuhafa sína að þeir álykti um að settur verði á fót sérstakur sjóður í evrum að jafnvirði um tíu milljarða króna. Hefði sjóðurinn það hlutverk að tryggja slitastjórninni skaðleysi vegna hugsanlegra málsókna í tengslum við ákvarðanir og störf hennar. Þetta kemur fram í DV .

Steinunn Guðbjartsdóttir, formaður slitastjórnar Glitnis, segir að svona skaðleysi tíðkist víða erlendis. Hún segir að ekki sé útilokað að slitastjórnin muni segja sig frá störfum fallist kröfuhafar ekki á beiðni hennar.

Samþykki kröfuhafar beiðni slitastjórnarinnar mun sjóðurinn verða nýttur til að standa straum af kostnaði sem fallið gæti á meðlimi slitastjórnarinnar, starfsmenn hennar og erlenda ráðgjafa vegna mögulegra málshöfðana eftir að slitameðferð lýkur.