Átta starfsmönnum hefur verið sagt upp störfum hjá slitastjórn Kaupþings. Vísir hefur þetta eftir Feldísi Lilju Óskarsdóttur. Þar segir hún að í ljósi þess að nauðasamingur mun ekki ganga í gegn á næstunni, þar sem Kaupþing bíði nú svara frá Seðlabanka Íslands, hafi þurft að fara í ákveðna endurskipulagningu innanhúss hjá slitastjórninni.

Hún segir að ekki sé um fyrstu uppsagnir hjá slitastjórninni að ræða, en töluvert sé síðan þurfti að segja fólki upp síðast. Þeir starfsmenn sem sagt var upp hafi verið að vinna í verkefnum sem nánast var lokið, en Feldís segist ekki eiga vona á frekari uppsögnum.