Slitastjórn Kaupþings ætlar að stefna Sheikh Mohammed bin Khalifa Al-Thani til greiðslu á 50 milljóna dala láni, jafnvirði 6,3 milljarða króna samkvæmt gengi dagsins í dag, sem hann fékk frá Kaupþingi í september 2008.

Lánið var veitt til félagsins Brooks Trading Ltd. til móts við framtíðarávinning sem gæti skapast vegna kaupa félagsins á lánshæfistengdu skuldabréfi, sem gefið var út af Kaupþingi.

Lánið var veitt án persónulegrar ábyrgðar Al-Thani. Samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins hefur Al-Thani ekki verið birt stefnan, en það verður gert á allra næstu dögum. Málið verður höfðað fyrir íslenskum dómstólum.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð.

Ólafur Ragnar Grímsson og Sheikh Hamad Bin Khalifa Al Thani.
Ólafur Ragnar Grímsson og Sheikh Hamad Bin Khalifa Al Thani.
© Gunnhildur Lind Photography (Gunnhildur Lind Photography)
Mohammed bin Khalifa al-Thani er frændi emirsins í Katar, Sheikh Hamad bin Khalifa al-Thani. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, heimsótti hann árið 2008.