Slitastjórn Glitnis og fulltrúar kröfuhafa kynntu á fundi sínum í Seðlabankanum í dag tillögur sem ætlað er að uppfylla skilyrði laga um stöðugleika í gengis- og peningamálum. Tillögurnar eru settar fram í tengslum við umsókn slitastjórnarinnar um undanþágu vegna nauðasamninga Glitnis. Steinunn Guðbjartsdóttir , formaður slitastjórnar Glitnis, vildi ekki tjá sig um efni fundarins þegar VB.is innti hana eftir því fyrr í dag.

Fram kemur í yfirlýsingu frá slitastjórninni að fulltrúar Seðlabankans hafi tekið á móti tillögunum án nokkurra skuldbindinga annarra en að taka þær til skoðunar.

Slitastjórnin óskaði eftir undanþágu frá gjaldeyrishöftum í nóvember í fyrra. Þegar ekkert svar barst frá Seðlabankanum ítrekaði slitastjórnin beiðni sína í ágúst. Svar barst frá Seðlabankanum í september síðastliðnum.