Breskir fjölmiðlar greindu frá því um helgina að leikfangakeðjan Hamleys, sem er í meirihlutaeigu skilanefndar Landsbankans, væri á leiðinni í hendur fransks fyrirtækis. Baugur átti keðjuna áður. Talið er að hlutur slitastjórnar Landsbankans verði seldur á um 60 milljónir punda, um 12 milljarða íslenskra króna.

The Sunday Times segir að Groupe Ludendo, sem rekur leikfangaverslanir í Frakklandi, Belgíu, Sviss og á Spán muni jafnvel ganga frá kaupum á Hamleys í lok mánaðarins. Um er að ræða eina tilboðið í leikfangakeðjuna sem slitastjórn Landsbankans hafi tekið við eftir að hafa fengið tilboðið frá Groupe Ludendo.