Slitastjórn Landsbankans hefur ákveðið að höfða skaðabótamál á hendur fyrrverandi stjórnendum bankans. Greint var frá kærunum í hádegisfréttum Bylgjunnar. Skaðabótamálið var kynnt kröfuhöfum Landsbankans á kröfuhafafundi sem nú stendur yfir á Hótel Nordica.

Sigurjón Þ. Árnason og Halldór J. Kristjánsson fyrrverandi bankastjórar bankans eru krafðir um 37 milljarða hvor vegna meintrar vankærslu í rekstri bankans fyrir hrun. Þá verður Elínu Sigfúsdóttur fyrrverandi forstöðumanni fyrirtækjasviðs og fleiri stjórnendum einnig stefnt. Elín er krafin um 17 milljarða króna, að því er fram kemur fram á Vísi.