Slitastjórn Landsbanka Íslands hefur ekki stefnt Vigni Rafni Gíslasyni endurskoðanda Landsbankans fyrir hrun eins og fram kom á vb.is í morgun. Dómsmál þar sem slitastjórnin er sóknaraðili og Vignir Rafn varnaraðili, og tekið var fyrir í morgun, snýr að ágreiningi um hvort Vigni Rafni sé skylt að gefa skýrslu og afhenda gögn um tiltekin atriði sem varða Landsbankann.

Endanleg ákvörðun um málshöfðun gegn endurskoðendum vegna rangra ársreikninga Landsbankans hefur enn ekki verið tekin en ýmis atriði eru til skoðunar í þeim efnum, líkt og greint hefur verið frá á blaðamannafundum slitastjórnar Landsbankans að loknum kröfuhafafundum.

Beðist er velvirðingar á þessum röngu upplýsingum sem birtust í fréttinni á vb.is í morgun.