Slitastjórn gamla Landsbankans (LBI) óskaði eftir því við Seðlabankann í fyrrahaust að hún fengi undanþágu frá gjaldeyrishöftum til að greiða forgangskröfuhöfum bús bankans umtalsverða fjárhæð. Fjallað er um málið í Morgunblaðinu í dag. Blaðið segir undanþágubeiðnina ekki hafa verið afgreidda og hafi það heimildir fyrir því að afar ólíklegt að slík heimild fáist á meðan ósamið er um að lengja í 240 milljarða króna skuldabréfa nýja Landsbankans við þann nýja.

Morgunblaðið segir jafnframt að búið sé að greiða út allan þann gjaldeyri sem bankinn átti og naut undanþágu frá gjaldeyrishöftum. Kröfuhafar fái ekki frekari greiðslur nema með sérstöku samþykki Seðlabankans.