Slitastjórn gamla Landsbankans heldur 100 milljörðum króna í varasjóð til að mæta mögulegum útgreiðslum vegna óútkljáðra dómsmála.

80 milljarðar af þessari fjárhæð eru í erlendri mynd og helmingur þeirrar fjárhæðar er gjaldeyrir sem að óbreyttu væri hægt að greiða áfram til forgangskröfuhafa án undanþáguheimildar frá Seðlabanka Íslands.

Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag þar sem sagt er að óánægju gæti innan hóps kröfuhafa vegna stærðar þessa sjóðs. Þeir telju umfangið meira en megi réttlæta.

Mótrök slitastjórnarinnar er að varasjóðurinn sé óhjákvæmilegur svo hægt sé að standa undir hugsanlega rétthærri forgangskröfum í upprunamynt sinni án tafar ef niðurstaða dómstóla leiðir í ljós að slíkar kröfur séu lögmætar.

Slitastjórnin segist lögum samkvæmt þurfa að halda eftir slíkum varasjóði til að gæta jafnræðis á meðal kröfuhafa.