Slitastjórn Landsbankans og Vignir Rafn Gíslason, endurskoðandi hjá PriceWaterhouseCoopers, deila um það hvaða gögn honum beri að afhenda slitastjórninni vegna endurskoðunar PWC á reikningum Landsbankans árin fyrir hrun.

Vignir segir í samtali við Viðskiptablaðið að hann sé búinn að afhenda þau gögn sem honum beri að afhenda í samræmi við dóm Hæstaréttar. Slitastjórnin er hins vegar ekki sammála honum um túlkun dómsorðsins og vill fá fleiri gögn afhent.

„Ég hef mætt í skýrslutöku vegna málsins, eins og fleiri hafa reyndar gert, og afhent þau gögn sem mér ber að afhenda samkvæmt dómi Hæstaréttar,“ segir Vignir.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð.