Slitastjórn Landsbanka Íslands hefur höfðað á ann­an tug mála þar sem krafist er riftunar á greiðslum sem gerð­ ar voru skömmu fyrir og við fall bankans. Alls vill slitastjórnin að þeir sem fengu greitt endurgreiði um tíu milljarða króna í þrota­ bú bankans. Flest málanna eru vegna uppgreiðslna á skuldabréf­ um útgefnum af bankanum, þar sem greiðslur fóru fram áður en bréfin féllu á gjalddaga.

Stærstu upphæðirnar snúa þó að svoköll­uðum peningamarkaðsinnlánum, þar sem krafist er um 7 milljarða.

Fjármálastofnunum á Spáni, í Frakklandi og Lúxemborg er stefnt í málunum, sem Kristinn Bjarnason hrl. rekur fyrir slita­ stjórn. Einum einstaklingi, frá Spáni, er stefnt en hann fékk greiddar tæplega 1,9 milljónir evra, um 300 milljónir króna. Viðskiptablaðið greindi frá því í síðustu viku að krafist er 100 milljóna endurgreiðslu frá Halldóri J. Kristjánssyni, fyrrum bankastjóra Landsbankans.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.