Slitastjórn Landsbankans ætlar ekki að tjá sig næstu daga um tillögur sérfræðingahóps ríkisstjórnarinnar um aðgerðir gegn skuldavanda heimilanna.

Páll Benediktsson, upplýsingafulltrúi slitastjórnar Landsbankans, segir í skeyti við fyrirspurn VB.is menn vilja fá ráðrúm til að kynnta sér tillögurnar og meta þær.

Bæði slitastjórnir Glitnis og Kaupþings hafa sagt að skattur á fjármálastofnanir i slitameðferð stríddi gegn ákvæðum stjórnarskrárinnar. Þar á meðal jafnræðisákvæði og eignarréttarákvæði.