Jóhannes Rúnar Jóhannsson, slitastjórnarmaður í Kaupþingi, varar við því að bú Glitnis og Kaupþings verði knúin í þrot, eins og forsætisráðherra og fjármálaráðherra hafa talað um að gera. Í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag segir Jóhannes Rúnar að úrlausnarefni tengd krónuegin Kaupþings og Glitnis hverfi ekki við það eitt að meðferð búanna breytist úr slitameðferð í gjaldþrotaskipti.

„Þau yrðu jafnvel enn umfangsmeiri og flóknari viðfangs af erlendum eignum búanna yrði umbreytt í krónur. Krónueign búanna er auk þess aðeins hluti greiðslujafnaðarvandans,“ segir Jóhannes Rúnar í greininni.

Hann segir að það að skipta öllum krónueignirum í erlendan gjaldeyri í einu vetfangi með óskipulegum hætti myndi valda gríðarlegum þrýstingi á gengi íslensku krónunnar og ógna fjármálastöðugleika á Íslandi.