Slitastjórnir bæði Landsbankans og Glitnis hafa stefnt PwC fyrir íslenskum dómstólum og telja að endurskoðunarfyrirtækið hafi ekki sinnt störfum sínum með lögmætum hætti.

Í stefnu Glitnis er byggt á því að afleiðingar meintrar vanrækslu hafi verið þær að ársreikningur ársins 2007 og árshlutareikningar hafi verið rangir. Rangfærslur snúi meðal annars að tengslum aðila við bankann og skilgreiningum á tengdum aðilum.

Í kjölfar frétta um stefnur slitastjórnanna sendi PwC frá sér tilkynningu þar sem málatilbúnaði slitastjórnanna er alfarið hafnað. Niðurstöður og umsagnir um uppgjör hafi tekið mið af þeim upplýsingum sem PwC hafði aðgang að á þeim tíma. Félagið hafi ekki komið að gerð ársreikninganna eða ákvörðunartöku hjá bönkunum.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.