Hlutabréf í Bandaríkjunum féllu annan daginn í röð og hafa ekki selst jafn ódýrt síðan 2006. Slæmar fregnir af bandarískum vinnumarkaði eru helsta ástæða lækkunarinnar, en um var að ræða mesta samdrátt í störfum síðan 2003. Þessar fréttir skyggðu á annars jákvæð skilaboð sem Seðlabankinn hafði sent frá sér um innspýtingu fjármagns á markaði. Standard og Poor's vísitalan féll um 0,8%, Dow Jones fór niður fyrir 12.000 stig í fyrsta skipti í tvo mánuði og lækkaði um 1,2% og Nasdaq lækkaði um 0,4%. Olíutunnan lækkaði um 0,3% og kostar nú 105.15 dollara.