Yfir átta milljón einstaklinga hafa nú horft á hinn austurríska ofurhuga Felix Baumgartner sem rauf hljóðmúrinn nú um helgina í frjálsu falli. Frá þessu er greint á vef Financial Time þar sem segir að hann hafi slegið áhorfsmet á hinni vinsælu síðu Youtube.

Baumgartner stökk úr 39 kílómetra hæð en það þýðir að hann var við ytri mörk gufuhvolfsins þegar hann stökk. Þegar hraði hans var mestur mældist hann 1.342 kílómetrar á klukkustund. Hann var í fjórar mínútur og 19 sekúndur á leiðinni niður.

Áður en Baumgartner lét sig falla sagði hann: „Ég er á leiðinni heim,“ og spurning hvort þau verði eins fleyg og þess sem Armstrongs urður er hann steig fyrstu skrefin á tunglinu. Báðir hafa í það minnsta velt lengi fyrir sér hvað best væri að segja.

Hér má skoða myndbönd frá undirbúningi og stökki Baumgartner: