Kísilver PCC á Bakka var rekið með tapi á bæði þriðja og fjórða ársfjórðungi síðasta árs samkvæmt uppgjöri þýsk móðurfélags fyrirtækisins PCC SE.

Í uppgjöri PCC SE kemur fram að slökkt hafi verið á öðrum af tveimur ljósbogaofnum kísilversins á Bakka á fjórða ársfjórðungi. Framleiðsla hafi verið umfram vörusölu og birgðir því safnast upp. Unnið sé að viðhaldi á ofninum og að því að slípa til framleiðsluferla.

Samkvæmt PCC hefur eftirspurn var eftirspurn eftir kísli verið lítil á síðustu mánuðum ársins á meðan mikil samkeppni sé frá bæði Kína og Brasilíu. Á sama tíma hafi framleiðslukostnaður hækkað umtalsvert í Evrópu vegna hærra raforku- og hrávöruverðs. Þannig hafi kísilverð víða í Evrópu verið undir framleiðslukostnaði.

Fjallað er um málið í Viðskiptablaðinu sem kom út í dag.