Slökkva þurftu á ofni kísilverksmiðju United Silicon í Helguvík í dag, eftir að kísilmálmur fór að leka niður á gólf verksmiðjunnar. Þetta kemur fram í frétt á vef Mbl . Fyrr í dag var greint frá því að brunavarnir Suðurnesja hafi verið kallaðar út vegna málmlekans.

Í samtali við Mbl segir Kristleifur Andrésson, upplýsingafulltrúi United Silicon að samkvæmt verkferlum hafi verið slökkt á ofnunum, svæðið rýmt og kallað á slökkvilið þegar upp komst um lekan. Að sögn Kristleifs er tjónið að öllum líkindum minni háttar og aðallega á gólfinu. Ofninn ræstur aftur þegar búið er að fara yfir málið.

Á miðvikudag tilkynnti Umhverfisstofnun, United Silcon að hún muni stöðva rekstur kísilverksmiðjunnar ef til þess komi að slökkt verði á ofni verksmiðjunnar í klukkustund eða ef afl ofnsins fari undir 10 megavött. Sigrún Ágústsdóttir, sviðstjóri hjá Umhverfisstofnun segir í samtali við Mbl að United Silicon hafi andmælafrest til miðvikudags og engin formleg ákvöðun hafi verið tekin.