*

mánudagur, 21. september 2020
Innlent 24. ágúst 2017 08:27

Slökkva á kísilverksmiðjunni

Umhverfisstofnun hyggst slökkva á kísilverksmiðju United Silicon í Helguvík vegna „uppgjörs á frávikum“ þann 10. september í síðasta lagi.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Í gærkvöldi sendi Umhverfisstofnun bréf til forsvarsmanna United Silicon sem reka kísilverksmiðju í Helguvík. Þar segir að stöðva verði reksturinn 10. september næstkomandi svo unnt sé að gera nauðsynlegar úrbætur, og ekki verður gefin heimild til að ræsa verksmiðjuna að nýju án þeirra.

Fyrirtækið hefur viku andmælafrest að því er segir í Fréttablaðinu um málið. „Það þarf að gera umræddar úrbætur og UST þarf að taka tíma til að yfirfara þær ef gefin verður heimild til ræsingar að nýju,“ segir Sigrún Ágústsdóttir sviðstjóri hjá stofnuninni.

„Þetta er bréf sem felur í sér uppgjör á frávikum sem hafa verið greind við eftirlit hjá fyrirtækinu. Það felur líka í sér viðbrögð við hvernig hefur gengið frá því að þau fengu heimild til endurræsingar í maí. Það hafa komið upp frekari bilanir síðan þá með tilheyrandi lyktarmengun.“