Stjórn slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins segir ríkisstjórnina ekki virða samkomulag um sjúkraflutninga sem gerðir voru fyrir ári og ákvað í morgun ætla að hætta að sjá um þá. Slökkviliðið ætlar jafnframt að stefna ríkinu vegna skuldar upp á 900 milljónir króna.

Gunnar Einarsson, formaður stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, sagði í samtali við fréttastofu RÚV í hádeginu, að ríkið eigi að sjá um þennan málaflokk. Slökkviliðið hafi verið samningslaust við ríkið í tvö og hálft ár. Nú sé þolinmæðin búin og hafi lögmanni slökkviliðsins verið falið að stefna ríkinu vegna þeirra skulda sem hafi myndast frá því fyrri samningur rann úr gildi.