Þing Slóvakíu felldi í kvöld frumvarp um stækkun björgunarsjóðs evruríkjanna. Ekki náðist samstaða meðal stjórnarflokkanna en málið fer aftur í atkvæðagreiðslu eftir nokkra daga, samkvæmt vef Wall Street Journal.

Slóvakía er eina ríkið af 17 ríkjum evrópska myntsamstarfsins sem felldi stækkunina. Hin 16 ríkin hafa öll samþykkt hana, úr 250 milljörðum evra í 440 milljarða evra.