Slóvakía verðu í dag hluti af evrusvæðinu og þar með 16. ríkið sem tekur upp evru sem gjaldmiðil.

Um 100 þúsund manns komu saman í Bratislava, höfuðborg landsins en þar var í dag haldin mikil flugeldasýning til að halda upp á atburðinn. Þá tók forsætisráðherra landsins, Robert Fico út 100 evrur í hraðbanka í þinghúsi landsins við hátíðalega athöfn.

Eftir 16. janúar verður ekki hægt að nota slóvensku krónuna lengur.

Hægt var að taka út evrur í hraðbönkum frá og með gærdeginum og þá voru bankar einnig opnir þannig að almenningur gæti skipt krónum í evrur.

BBC greinir hins vegar frá því að fáir hafa enn tekið út evrur og nota enn krónuna en jafnvel þó hægt hafi verið að nota evrur frá 1. desember s.l.

Slóvakía fékk í byrjun mái grænt ljóst á að verða sextánda ríkið til að taka upp evruna þegar Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins (ESB) og Evrópski seðlabankinn sögðu að landið hefði staðist öll nauðsynleg efnahagsleg skilyrði til upptöku evru.

Evrópski seðlabankinn varaði hins vegar Slóvakíu við því að bankinn hefði „töluverðar áhyggjur" af því að verðbólga myndi hækka umfram meðaltal innan evrusvæðisins í framtíðinni vegna ósveigjanlegs vinnumarkaðar og hækkandi orkuverðs.

Seðlabankinn kallaði eftir því að stjórnvöld myndu hraða efnahagsumbótum og auka samkeppni í framleiðslugeirum atvinnulífsins, sérstaklega í orkuiðnaði. Hagkerfi Slóvakíu hefur vaxið hratt undanfarinn áratug og á síðasta ári mældist hagvöxtur meira en 10%.