Olíuverð hefur heldur lækkað í morgun, eftir að hafa náð sögulegu hámarki í síðustu viku þegar verð á mörkuðum í New York fór í 49,9 dollara tunnan. Var verðið í morgun að sveiflast í kringum 47 dollara, eða um 5% lægra en þegar það var hæst í síðustu viku.

Í Morgunkorni Íslandsbanka segir að lækkunin sé kærkomin breyting frá nær stanslausum hækkunum síðustu fjórar vikurnar og hefur mátt greina áhrif lækkunarinnar á hlutabréfamörkuðum.