Danska fasteignafélagið Sælsjø Gruppen hefur keypt 129.200 fermetra byggingarland á nágrenni Kastrup-flugvallar í Danmörku fyrir 426 milljónir danskra króna, sem samsvarar um 4,9 milljörðum íslenskra króna, segir í tilkynningu frá félaginu.

Straumur-Burðarás, Samson og athafnamaðurinn Birgir Þór Bieltvelt eiga saman 12,5% hlut í Sælsjø Gruppen.

Byggingarverkefnið, sem nefnist World Trade Center Kaupmannahöfn, mun kosta 3,5 milljarða danskra króna, eða 40,5 milljarða íslenskra króna.

Í tilkynningu frá Sælsjø Gruppen segir að fyrirækið muni nú þegar hefja markaðsetningu og að byggingarvinna muni hefjast þegar leigusamningar hafa verið undirritaðir til útleigu á 10 þúsund fermetrum af húsnæðinu, sem reisa skal á svæðinu.