Slysavarnafélagið Landsbjörg hefur samið við Vodafone um kaup á fjarskiptaþjónustu næstu þrjú árin.  Landsbjörg mun færa öll sín viðskipti á sviði fjarskipta til Vodafone.

„Björgunarsveitir um land allt geta notið góðs af samningnum því sérstakur rammasamningur var gerður fyrir björgunarsveitirnar í landinu samhliða undirrituninni í dag,“ segir í tilkynningu frá Vodafone.

Kristinn Ólafsson, framkvæmdastjóri Slysavarnarfélagsins Landsbjargar, og Árni Pétur Jónsson, forstjóri Vodafone, undirrituðu samninginn um borð í skólaskipinu Sæbjörgu, þar sem Slysavarnaskóli sjómanna er staðsettur.