Tígur ehf. mun vinna að endurbótum á aðstöðu smábáta í Grundarfjarðarhöfn. Samningar þess efnis hafa verið undirritaðir. Áætlaður kostnaður við verkið er um 27,5 milljónir króna. Núverandi aðstaða smábáta er sprungin og eftir útboðsferli var tilboði Tígurs ehf. í stækkun smábátaaðstöðunnar tekið. Framkvæmdin felst í dýpkun, grjótvörn, steypa landstöpul og nýja 50 m flotbryggju. Frá þessu er greint á vef Grundarfjarðarbæjar.

Grundarfjörður
Grundarfjörður
Á meðfylgjandi mynd má sjá Hafstein Garðarsson, hafnarstjóra Grundarfjarðarhafnar og Jónas Jónbjörnsson skrifa undir verksamninginn undir vökulu auga fulltrúa Siglingastofnunar, Rob P.M. Kamsma.