Breytingar hafa orðið á eignarhaldi í rekstrarfélagi Domino´s á Íslandi, Futura ehf, en nýverið keypti Smáey ehf., í eigu Magnúsar Kristinssonar fjárfestis, alla hluti Baugs ehf. í félaginu. Domino´s er stærsta pizzafyrirtæki landsins með yfir 350 starfsmenn á landsvísu og 13 verslanir.

Í stjórn félagsins voru þau Tryggvi Jónsson, Þórdís J. Sigurðardóttir og Ólöf Guðmundsdóttir. Allir stjórnarmeðlimir ganga úr stjórninni við kaupin að undanskilinni Ólöfu Guðmundsdóttur, meðstjórnanda, sem ásamt Kristni G. Bjarnasyni, meðstjórnanda og Magnúsi Kristinssyni stjórnarformanni skipa nýja stjórn Futura ehf.

Nýr framkvæmdastjóri var ráðinn 1. maí, Ásdís Þrá Höskuldsdóttir en hún tók við starfi af Baldri Baldurssyni. Að sögn Ásdísar eru spennandi tímar framundan hjá fyrirtækinu. Fyrirhuguð er í ágúst opnun nýrrar verslunar á Akranesi og þá eru einnig í athugun möguleikar á uppsetningu verslanna í öðrum landshlutum. ?Það er óhætt að segja að mikið fjör verði á næstu misserum hjá Domino´s. Í lok maí munum við auka enn á þjónustuna við viðskiptavini okkar, en þá opnum við nýja heimasíðu þar sem m.a. verður hægt að panta beint af matseðli Domino´s. Einnig eru fyrirséðar breytingar á útliti vörumerkisins sem munu endurspeglast í útliti verslanna og alls kynningarefnis sem fyrirtækið lætur frá sér fara. Margar þessara breytinga má þegar sjá hjá verslunum Domino´s í Bandaríkjunum og Frakklandi,? segir Ásdís Þrá. ?Þá munu þessum breytingum einnig fylgja spennandi nýjir kostir á matseðli okkar ? eitthvað sem ekki er tímabært að uppljóstra á þessari stundu, en mun án efa falla vel í kramið hjá viðskiptavinum okkar,? segir Ásdís Þrá.