Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, skýtur föstum skotum að Framsóknarflokknum í aðsendri grein sinni í Morgunblaðinu í dag.

Í grein sinni segir Vilhjálmur m.a. það vera und­ar­leg ör­lög að sama á hvern veg kosið sé, alltaf fá menn Fram­sókn­ar­flokk­inn upp úr hatt­in­um. Framsóknarflokkurinn tel­ji að hann sé jafn stór eða stærri en Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn, sama hvernig kosn­ing­ar fari. Bend­ir hann á að málið eigi sér langa sögu sam­hliða þróun ís­lensks sam­fé­lags úr bænda­sam­fé­lagi í sveit­um í fram­leiðslu- og þjón­ustu­sam­fé­lag í þétt­býli. Mis­vægi at­kvæða á milli þétt­býl­is og dreif­býl­is hafi í gegn­um tíðina komið sér vel fyr­ir Fram­sókn­ar­flokk­inn.

„Á þess­ari öld hef­ur Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn rambað á barmi þess að verða smá­flokk­ur. Með lýðskrumi og rang­látri kjör­dæma­skip­an tókst flokkn­um þó að fá jafn mörg þing­sæti og Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn, með 4.000 færri at­kvæði!,“ seg­ir Vil­hjálm­ur og vís­ar til síðustu þing­kosn­inga 2013. „For­seti lýðveld­is­ins taldi að Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn væri sig­ur­veg­ari kosn­inga 2013. Því skyldi formaður flokks­ins hafa for­ystu um stjórn­ar­mynd­un! Al­veg nýr mæli­kv­arði! Enn á ný lét Sjálf­stæðis­flokk­ur það yfir sig ganga að lyfta for­manni Fram­sókn­ar­flokks­ins í stól for­sæt­is­ráðherra.“

Þegar Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son hafi látið af embætti for­sæt­is­ráðherra hafi hann til­nefnt eft­ir­mann sinn. „Og enn lét Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn það fyr­ir sig ganga, jafn­vel þótt hin ný­út­nefndi for­sæt­is­ráðherra hefði látið hafa sig hafa það níðings­verk að greiða at­kvæði með því að draga fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráðherra og formann Sjálf­stæðis­flokks­ins fyr­ir Lands­dóm. Nú er mál að linni. Það er ekki eðli­legt að Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn lyfti for­ystu Fram­sókn­ar­flokks­ins til æðstu met­orða, flokki sem er smá­flokk­ur með mik­il­mennsku­brjálæði.“