Það er ýmislegt áhugavert sem gerist í heimi smáforritana en hinn 26 ára Ivan Pardo gaf nýverið út forritið Buycott. Með því að skanna strikamerki á vörum þá lætur forritið þig vita af eignahaldi fyrirtækjanna sem eiga og framleiða vöruna. Ítarlega er fjallað um smáforritið á vef Forbes.

Ýmsir möguleikar eru í boði í forritinu en meðal annars geturu beðið forritið um að láta þig vita af fyrirtækjum sem brjóta gegn þinni siðferðisvitund. Til að mynda getur það látið þig vita ef vara er framleidd af einhverju þeirra fyrirtækja sem hefur gefið meira en 150 þúsund dali í herferðir til að koma í veg fyrir merkingar á genabreyttri matvöru. Þá geta notendur búið til sínar eigin „herferðir“. Sumar þeirra er jákvæðar og til að styðja við sum fyrirtæki. Þá styðja notendur við fyrirtæki sem hafa opinberlega stutt við ákveðin málstað eins og Starbucks pog Absolut Vodka sem hafa bæði lýst yfir stuðningi við hjónabönd samkynhneigðra.