SMÁÍS, samtök myndrétthafa á Íslandi, hafa ekki greitt neinar af þeim samningsbundnu greiðslum sem áttu að greiðast til NICAM í Hollandi fyrir notkun á skoðunarkerfi fyrir aldurs- og innihaldsmerkingar á kvikmyndum, tölvuleikjum og öðru efni. Samningurinn var til sex ára, tók gildi 1. ágúst 2007 og áttu greiðslurnar að vera í tveimur hlutum. Annars vegar ein greiðsla vegna uppsetningar kerfisins og svo árlegar greiðslur fyrir notkun á kerfinu.

Skuld SMÁÍS hleypur á tugum þúsunda evra. Þar af eru um 18 þúsund evrur, um þrjár milljónir króna, sem falla til vegna ógreiddra árlegra gjalda til viðbótar við upphafsgreiðsluna sem var stærsti hluti viðskiptanna. Ekki liggur fyrir hversu há sú fjárhæð er.

Wim Bekkers, framkvæmdastjóri NICAM, segir í samtali við Viðskiptablaðið að SMÁÍS hafi aldrei greitt neinar fjárhæðir til NICAM vegna samningsins.

Ekkert samband

„Frá augnablikinu sem samningurinn var undirritaður varð algjör þögn. Það var ekkert samband eða samskipti á milli SMÁÍS og okkar, því miður. Við reyndum að hafa samband en okkur tókst það ekki. Ég hugsaði með mér að það væri vegna vandamála sem eyjan átti við að etja á þeim tíma," segir Bekkers og vísar til Íslands í samtali við Viðskiptablaðið.

Nánar er fjallað um málið og rætt við Snæbjörn Steingrímsson, framkvæmdastjóra SMÁÍS í Viðskiptablaðinu sem kemur út á morgun. Meðal annars efnis í blaði morgundagsins er:

  • Baráttan um útsendingarréttinn á enska boltanum
  • Ríkissaksóknari sektar 1.800 félög
  • Þeir sem töpuðu á ólögmætum afleiðuviðskiptum kanna rétt sinn
  • Dótturfélag Íslandsbanka er metið á 8,7 milljarða
  • Erfitt er að nálgast upplýsingar um umfang og ávöxtun fagfjárfestingasjóða
  • Gengi krónunnar veikara nú en þegar Seðlabankinn greip í taumana
  • Lítil viðskipti á First North kalla á auknar heimildir lífeyrissjóða
  • Steinn Logi, forstjóri Skipta, fer yfir endurskipulagningu félagsins í viðtali vikunnar
  • Lífeyrissjóðir sækja í hlutabréf
  • Clara gerir samning við framleiðanda stærsta tölvuleiks í heimi
  • Viðskiptablaðið veltir því fyrir sér hvort Microsoft sé að missa af lestinni
  • Óðinn skrifar um Icesave-málið
  • Hulda Pjetursdóttir ræðir um ferðalög, stríðsmenn og geitur í Nairóbí
  • Nærmynd af Perlu Björk Egilsdóttur, framkvæmdastjóra Saga Medica
  • Huginn & Muninn eru á sínum stað auk Týs sem að þessu sinni fjallar um nýju forystuna í Samfylkingunni
  • Þá eru í blaðinu myndasíður, pistlar og margt, margt fleira