*

laugardagur, 26. september 2020
Innlent 13. febrúar 2018 16:21

Smálán vaxandi vandamál

Umboðsmaður skuldara hefur áhyggjur af vaxandi hlutfalli smálana af kröfum á þá sem sækja um greiðsluaðlögun.

Ritstjórn
Ásta Sigrún Helgadóttir, Umboðsmaður skuldara.
Birgir Ísl. Gunnarsson

Hlutfall ungs fólks sem leitar sér aðstoðar hjá umboðsmanni skuldara fer hækkandi, sem skýrir að hluta aukinn fjölda umsækjenda hjá embættinu síðustu tvö ár. Smálán eru sívaxandi hlutfall af heildarkröfum þeirra sem leita til embættisins og eru nú algengari en fasteignalánin að því er kemur fram í tilkynningu frá Umboðsmanna skuldara.

Hlutfall smálána af heildarkröfum umsækjenda um greiðsluaðlögun var 43% árið 2017 en aðeins 18% árið 2015. Á sama tíma fór hlutfall fasteignalána úr 32% í 17% í fyrra. 

Fjöldi þeirra sem sóttu eftir aðstoð hjá umboðsmanni skuldara hefur verið að aukast frá árinu 2015 en á árinu 2017 bárust 470 umsóknir um greiðsluaðlögun en 386 umsóknir á árinu 2015. Þetta má að hluta til rekja til aukins fjölda yngra fólks sem er jafnframt sá hópur sem tekur frekar smálán.