*

föstudagur, 25. september 2020
Erlent 2. október 2014 13:58

Smálánafyrirtæki afskrifar 220 milljónir punda

Breska smálánafyrirtækið Wonga ætlar að afskrifa skuldir 330 þúsund einstaklinga.

Ritstjórn
Associated Press

Breska smálánafyrirtækið Wonga mun afskrifa skuldir 330 þúsund viðskiptavina fyrirtækisins, en fjárhæðin nemur samtals 220 milljónum punda. BBC News greinir frá málinu.

Fyrirtækið hefur mátt sæta nokkurri gagnrýni úr ýmsum áttum vegna hárra vaxta og aðferða þess við að lokka til sín viðskiptavini. Afskriftirnar koma hins vegar í kjölfar setningar nýrra útlánareglna fyrirtækisins sem settar voru að beiðni breska fjármálaeftirlitsins. 

„Við viljum vera vissir um að þeir sem taka við lánum frá okkur hafi efni á því að greiða þau til baka, en við skoðun okkar kom því miður í ljós að það hefur ekki alltaf verið tilfellið,“ segir Andy Haste, stjórnarformaður Wonga.

Stikkorð: Smálán Wonga