Smálánafyrirtækið Kredia ehf. hagnaðist um 15,9 milljónir króna á árinu 2010. Samkvæmt ársreikningi félagsins námu eignir í árslok 2010 um 126,4 milljónum. Bókfært eigið fé var 25,5 milljónir. Rekstrarhagnaður fyrir fjármagnsliði og skatta nam um 19,9 milljónum en fyrirtækið var stofnað árið 2009.

Engir fastafjármunir eru í félaginu en í lok árs 2010 námu viðskiptakröfur um 92,8 milljónum. Aðrar skammtímakröfur voru 21 milljón og handbært fé nam 12,6 milljónum. Eignir jukust um nærri 100 milljónir milli áranna 2009 og 2010. Heildarskuldir námu um 100,8 milljónum, þar af voru viðskiptaskuldir um 96,9 milljónir. Eigandi Kredia er Leifur A. Haraldsson.