*

föstudagur, 25. september 2020
Erlent 28. ágúst 2018 08:55

Smálánarisi riðar til falls

Wonga, stærsta smálánafyrirtæki Bretlands, gæti farið í þrot á næstunni fái það ekki frekara fjármagn.

Ritstjórn
Wonga er stærsta smálánafyrirtæki Bretlands.
epa

Wonga, stærsta smálánafyrirtæki Bretlands, gæti orðið gjaldþrota á næstu dögum.

Wonga, stærsta smálánafyrirtækið á Bretlandi, er á barmi gjaldþrots eftir fjölda kvartana og bótakrafna sem borist hafa fyrirtækinu að undanförnu vegna of hás lántökukostnaðar og ólöglegra og ósanngjarnra innheimtuaðgerða.

Þrjár vikur eru síðan hluthafar Wonga lögðu félaginu til 10 milljónir punda, um 1,4 milljarða króna í aukið hlutafé.

Verulega hefur þrengt að breskum smálánafyrirtækjum síðan lögum um atvinnugreinina var breytt árið 2014. Wonga tapaði 55 milljónum punda árið 2015 og 68 milljónum punda árið 2016 að því er Financial Times greinir frá.

The Guardian segir að um tíma hafi staðið til að skrá Wonga á markað og þá hafi fyrirtækið verið metið á allt að 100 milljarða króna en í dag sé verðmat félagsins nær 3 milljörðum króna.

Wonga hefur fengið endurskoðunarskrifstofuna Grant Thornton til að halda utan um gjaldþrot eða greiðslustöðvun fyrirtækisins fari það í þrot á næstunni.