Það getur stundum borgað sig að geyma smámyntir. Það sannaðist í það mynnda á dögunum þegar 10 senta smápeningur sem sleginn var árið 1873 var boðinn upp í Fíladelfíuríki í Bandaríkjunum í gærkvöldi. Tvær milljónir dala, jafnvirði 240 milljónir íslenskra króna, fengust fyrir smápeninginn, samkvæmt umfjöllun AP-fréttastofunnar af málinu.

Það þarf reyndar að hafa í huga að myntin er einstæð en hún var prentuð í myntsláttu í Carson City í Nevada sem var lokað árið 1893. Í myntsláttunni var að finna 111 peninga safn mynta sem þar var slegin og voru þeir seldir í heildina fyrir tæpar 10 milljónir dala.