*

sunnudagur, 18. ágúst 2019
Innlent 17. desember 2014 07:55

Smáragarður keypti verslunarhúsnæði við Fiskislóð

Engin áform eru um að Nóatún verði opnað í húsinu og ráðgert að Nettó verði þar áfram með starfsemi.

Ritstjórn
-
Haraldur Guðjónsson

Fasteignafélagið Smáragarður festi nýverið kaup á húsnæðinu Fiskislóð 3 í Reykjavík, þar sem Europris og Iceland voru áður til húsa. Nettó er nú með verslun í húsnæðinu. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu. 

Smáragarður er í eigu Norvik, sem áður átti meðal annars Kaupás, sem er móðurfélag verslunarkeðjana Krónunnar, Kjarvals og Nóatúns. Jón Björnsson, forstjóri Kaupáss, segir hins vegar í samtali við Morgunblaðið að engin áform séu um að Nóatún verði opnað í húsinu. 

Stikkorð: Kaupás Smáragarður