Smáragarður hf. hefur fengið úthlutað 16 þúsund fermetra lóð á Selhraunssvæðinu milli Valla og Hellnahrauns í Hafnarfirði. Smáragarður sér um rekstur fasteigna og er m.a. systurfélag BYKO og Kaupáss. Ýmsar hugmyndir munu vera uppi um starfsemi á svæðinu en ekki er að fullu ljóst hvort starfsemin tengist áðurnefndum fyrirtækjum.

Bæjarráð Hafnarfjarðar samþykkti á aukafundi að leggja til við bæjarstjórn að þremur lóðum á Vallasvæðinu verði úthlutað.