Tap  Eignarhaldsfélagsins Smáralind ehf. á fyrri helmingi árs 2008 nam 61 milljón króna samanborðið við 735 milljóna króna hagnað fyrir sama tíma árið 2007.

Hagnaður fyrir matsbreytingar, afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) nam 383 milljónum króna en fyrir sama tíma árið 2007 nam EBITDA 381 milljónum króna.

Þetta kemur fram í afkomutilkynningu frá félaginu.

Þar kemur fram að heildareignir félagsins námu tæpum 16 milljörðum í lok júní en þær námu 14,7 milljörðum á sama tíma í fyrra.

Eigið fé félagsins í lok tímabilsins var tæpir 6,4 milljarðar. Að teknu tilliti til víkjandi láns frá móðurfélagi var eiginfjárhlutfallið 54%.