Hagnaður eignarhaldsfélagsins Smáralind nam tæpum 255 milljónum króna á fyrri hluta árs. Á sama tímabili í fyrra var tap félagsins rúmur milljarður króna.

Rekstarhagnaður fyrir matsbreytingar og afskriftir (EBITDA) á tímabilinu nam 389 milljónum króna, um 7 milljónum hærri en í fyrra.

Heildareignir félagsins í lok júní voru tæpir 13 milljarðar króna og þar af um 12,5 milljarða fjárfestingareignir. Eigið fé nam tæpum 2 milljörðum.

Skuldir félagsins námu um 11 milljörðum króna og voru langtímaskuldir félagsins 10,7 milljarðar króna. Vaxtaberandi lán nema um 7,8 milljörðum króna og eru um 5 milljarðar á gjalddaga á árunum 2011 og 2012.