Tap Smáralindar ehf á árinu 2015 var 36 milljónir króna. Eignir félagsins námu 175 milljónum, en þar af var eigið fé 46 milljónir króna og skuldir 129 milljónir, sem gefur eiginfjárhlutfall upp á rúmlega 26%. Rekstrartekjur ársins 2015 voru 461 milljón króna.

Árið á undan nam hagnaður félagsins 1,5 milljón króna. Eignir félagsins lækkuðu þá milli ára um 7,5 milljónir króna, en eigið fé lækkaði um 36 milljónir. Handbært fé í árslok 2015 nam 21,7 milljón króna, en árið áður var handbært fé tæplega 40 milljónir í lok rekstrarársins.

Móðurfyrirtæki félagsins heitir Eignarhaldsfélag Smáralind ehf. og er 100% eigandi Smáralindar ehf. Framkvæmdastjóri Smáralindar ehf. er Sturla Gunnar Eðvarðsson. Hjá Smáralind ehf. störfuðu 22 starfsmenn á árinu.