Smáralind, í samstarfi við Akademias, hefur sett á laggirnar Smáralindarskólann sem er fræðslu- og þjálfunarprógram fyrir rekstraraðila, stjórnendur og starfsfólk í Smáralind. Fyrsti skóladagur Smáralindarskólans verður 17.september næstkomandi. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu.

Markmiðið með Smáralindarskólanum er að efla símenntun, fræðslu og þjálfun starfsfólks í verslunar- og þjónustustörfum ásamt því að auka gæði þjónustu, veltu og starfsánægju starfsfólks fyrirtækja í Smáralind.

Dagskrá Smáralindarskólans var sett upp í samstarfi við Akademias og telur 11 mismunandi námskeið sem bæði eru kennd með stað- og rafrænum námskeiðum á næstu tólf mánuðum. Allir starfsmenn verslana Smáralindar fá aðgang að námsefninu.

Tinna Jóhannsdóttir, markaðsstjóri Smáralindar:

„Með þessu framtaki viljum við auka á þekkingu meðal starfsfólks okkar rekstraraðila og enn frekar á gæði í þjónustuveitingu og upplifun.

Að okkur sækja erlendar vefverslanir og breytt rekstrarumhverfi og okkar samkeppnisforskot til framtíðar skapast einna helst með aukinni þjónustu, bætti upplifun viðskiptavina í verslunum og hæfu starfsfólki í geiranum. Við viljum því leggja okkar að mörkum til að auka á vægi þessara mikilvægu þátta.

Samstarfið við metnaðarfullu þekkingarbrunnana í Akademias er okkur mikilvægt og við skynjum mikla spennu fyrir skólanum og námsefninu meðal starfsmanna og rekstraraðila í Smáralind.”