Skuldabréf fasteignafélagsins Regins vegna endurfjármögnunar á Smáralindinni verða tekin til viðskipta í Kauphöllinni á morgun. Um er að ræða tvær útgáfur en tilkynnt var um útgáfurnar í desember í fyrra. Önnur útgáfan var upp á 6,6 milljarða en hin upp á 2,4 milljarða, samtals 9 milljarðar króna.

Lánveitandi Regins og útgefandi skuldabréfa er REG 2 Smáralind fagfjárfestasjóður sem er í rekstri Stefnis hf. Fjármögnunin er verðtryggð til 30 ára og ber 3,86% fasta vexti samkvæmt tilkynningu. Heimilt er að greiða upp bréfin eftir 14. desember 2017 . Fjármögnunin er með jöfnum afborgunum og greiðsluferlið er 30 ár.