*

mánudagur, 22. júlí 2019
Innlent 8. júlí 2018 13:09

Smáratívolí tapar 69,8 milljónum

Tap félagsins Meira fjör ehf. nam 69,8 milljónum á síðasta ári samanborið við 58 milljónir árið á undan.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Tap félagsins Meira fjör ehf. nam 69,8 milljónum á síðasta ári samanborið við 58 milljónir árið á undan.

Félagið rekur skemmtigarðinn Smáratívolí sem er í Smáralind. Sala félagsins dróst saman um rétt tæpar 11,6 milljónir en hún nam 148,5 milljónum árið 2017.

Þá jukust laun- og launatengd gjöld um rétt rúmar 8,3 milljónir og annar rekstrarkostnaður jókst einnig lítillega. Framkvæmdastjóri Meira fjörs ehf. er María Björk Guðmundsdóttir.