Smári Sigurðsson úr Súlum, björgunarsveitinni á Akureyri var kjörinn formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar á landsþingi á Ísafirði. Smári hlaut 92 atkvæði en mótframbjóðandi hans, Margrét L. Laxdal úr Slysavarnadeildinni Dalvík hlaut 89 atkvæði. Á fimmta hundrað manns sátu þingið þar sem stefna félagsins er mótuð til næstu ára. Þettakemur fram í frétt á vef SL .

Ný eining var tekinn inn í félagið, Slysavarnadeild Kópavogs, en formaður hennar er Fríður Birna Stefánsdóttir.

Ný stjórn SL var kjörinn á landsþingi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, en 15 manns voru í framboði til átta sæta í stjórn. Eftirtaldir hlutu kosningu:

Gísli Vigfús - Björgunarsveitin Stjarnan, Skaftártungu
Leonard Birgisson - Súlur, björgunarsveitin á Akureyri
Guðjón Guðmundsson - Björgunarsveitin Björg, Eyrarbakka
Valur Sæþór Valgeirsson - Björgunarsveitin Björg, Suðureyri
Eiður Ragnarsson - Björgunarsveitin Ársól, Reyðarfirði
Hallgrímur Óli Guðmundsson - Hjálparsveit skáta Aðaladal
Þorvaldur Friðrik Hallsson - Björgunarsveitin Ársæll
Andri Guðmundsson - Hjálparsveit skáta Garðabæ