Smári McCarthy, þingmaður Pírata, hefur í rúman mánuði reynt að selja hlut sinn í fjölmiðlinum Stundinni, þar sem að hann telur „óeðlilegt að þingmaður eigi í fjölmiðli.“ Þetta segir Smári í færslu á Facebook síðu sinni.

Þar kemur fram að hann hafi sent inn hagsmunaskráningu sína til Alþingis og að hún birtist innan skamms. „Finnst mjög skrýtið að það skuli ekki vera nauðsynlegt að birta alla eignahluti í fyrirtækjum, hversu stórir sem þeir eru ─ ég hafði allt með. Ég á sem stendur hluti í þremur fyrirtækjum, Mailpile ehf. 10%, Útgáfufélagið Stundin ehf 2%, og Podaris Ltd í Bretlandi ~0.16%,“ segir Smári ennfremur.

Jæja, var að senda inn hagsmunaskráninguna mína, hún birtist væntanlega innan skamms. Finnst mjög skrýtið að það skuli...

Posted by Smári McCarthy on Wednesday, 4 January 2017