Árið 1990 veitti menntamálaráðherra, Svavar Gestsson, verðlaun í smásagnasamkeppni sem haldin var á vegum ráðuneytisins og Vöku-Helgafells.

Meðal þátttakenda í keppninni var Dagur B. Eggertsson, þá nemi í Menntaskólanum í Reykjavík, og hlaut hann önnur verðlaun. Fyrstu verðlaun hlaut Kristján Leósson, sem er til vinstri við Dag á myndinni og þriðju verðlaun fékk Þorkell Óttarsson. Myndin birtist í Þjóðviljanum fimmta apríl 1990.