Velta í smásölu í Bretlandi jókst meira í júní en sérfræðingar höfðu reiknað með. Breska hagstofan telur að veltan hafi aukist um 1,3%. Þetta þýðir að veltuaukningin síðustu 12 mánuði er 1,6%. Betri útkoma í júní gengur þvert á vandaveltur manna um að neysla sé að dragast saman í Bretlandi.